30.8.11

Norma - vísir að netverslun

Tékkið endilega á henni Normu vinkonu minni :)

27.8.11

Calabash

Ég er svolítið hrifin af þessum ljósum og þá sérstaklega þessum gulllituðu. Hönnun Komplot og framleiðandi Lightyears.

Tokyo

Hér er alveg einstök íbúð í Tokyo - hönnun Naruse Inokuma + Hiroko Karibe, myndir Masao Nishikawa (via designboom).

25.8.11

Borðstofuljós til sölu - S E L T

Til sölu koparlitað borðstofuljós (49 cm í þvermál). Ljósið er komið til ára sinna, með smá rispum, en gríðarlega fallegt í laginu. Veit ekki hvar það er framleitt en er sennilega frá árunum 1960-1970 (minnir mig á Tom Dixon ljósin).

24.8.11

Sixtís hægindastóll til sölu - S E L D U R

Þessi fagri appelsínuguli hægindastóll er til sölu. Hann er mjög vel með farinn og einstaklega þægilegur. Áklæði alveg heilt. Breidd 68 cm, dýpt 88 cm og hæð 100 cm. olofjakobina@gmail.com

23.8.11

Brúnn Kevi-stóll til sölu - S E L D U R

Til sölu dökk súkkulaðibrúnn Kevi-skrifborðsstóll (allt um Kevi stóla hér). Vel með farinn og voða fínn. olofjakobina@gmail.com

All Lovely Stüff

Skemmtilegir dýrasnagar og hurðastopparar - hönnun Carl Clerkin og Ed Ward (All Lovely Stüff).

22.8.11

París

Góð hugmynd í stór barnaherbergi - sjá hér.

Tikau

Þessar ágætu mottur eru frá finnska fyrirtækinu Tikau.

18.8.11

Allskonar glerkönnur

Falleg mynd Kristins Magnússonar af glerkönnum fyrir Gestgjafann - stílisering var í mínum höndum.

Eldhús Kvisthaga

Í síðasta blaði Gestgjafans eru myndir af skemmtilegu eldhúsi vestur í bæ - ljósmyndari Karl Petersson.

17.8.11

Piano Hanger

Ég sá myndir af þessu sniðuga fatahengi í Húsum og híbýlum. Hönnuðurinn heitir Patrick Seha og framleiðandi er Feld, Belgíu.