20.12.10

Nordic Christmas

er jólalína frá glerframleiðandanum Leonardo. Ég keypti mér svona stjörnu um daginn og er óskaplega ánægð með hana. Næstum eins og Andrea Brugi og kostaði bara 550 kr. Fást í Duka og Kokku.

19.12.10

Endur Hans Bölling

Eins og sést á myndunum í síðasta pósti, þá notaði ég andarungana mína sem skraut á jólaborðið. Þeir eru, eins og áður hefur komið fram, hönnun Hans Bölling frá 1959. Söguna um andafjölskylduna má lesa hér. Endurnar fást í Epal.

Lagt á jólaborðið

Ég lagði á jólaborðið fyrir DV og myndir af því má finna í helgarblaðinu. Ljósmyndari Sigtryggur Ari Jóhannsson.

18.12.10

Jólatréð skreytt

Jólatréð skreytt fyrir DV. Ljósmyndari Sigtryggur Ari Jóhannsson.

16.12.10

Andrea Brugi

Dansk-ítalska parið Samina Langholz og Andrea Brugi eiga heiðurinn af þessu fallega, handgerða jólaskrauti - meira hér.

Helene Stockmarr

Jólastjörnur frá Helene Stockmarr - Stilleben.

15.12.10

Betliheimilið og meira til

Fallegar myndakökur með formum frá Cox & Cox.

13.12.10

Snjókarlar

Ægilega sætir snjókarlar af síðunni Spidatter.

Broste

Einfaldur krans frá Broste.

11.12.10

9.12.10

Jólablaðið komið í verslanir

Sirrý bjó til jólaísinn, ljósmyndari var Kristinn Magnússon, Linda Guðlaugsdóttir sá um layoutið og stílisering var í mínum höndum.

Norskur fjallakofi

Það væri nú huggulegt að eyða einni helgi í norskum fjallakofa. Fleiri myndir hjá Sköna hem.

8.12.10

Jólaborð Kristínar Sigfríðar

Listamaðurinn Kristín Sigfríður Garðarsdóttir lagði á jólaborðið fyrir jólablað Gestgjafans - ljósmyndari var Kristinn Magnússon ...og það eru fleiri myndir í blaðinu.

Einfaldir jólaóróar

Við Sirrý föndruðum þessar krúttlegu jólalengjur fyrir jólablað Gestgjafans. Þetta er afar einfalt; klippið út úr stífum pappír hjörtu, hringi eða önnur form. Skellið því í saumavélina, saumið með ljósbláum tvinna (eða rauðum?) og hafið smá bil á milli. Ljósmyndari Rakel Ósk Sigurðardóttir.

Holmegaard

Holmegaard Resource er síða sem lofar góðu (... er enn í þróun), en þar má finna upplýsingar um gamla glermuni framleidda af Holmegaard. Ef þú lumar á Holmegaard-vasa inni í skáp ættirðu þannig að geta fundið allar upplýsingar um hann s.s. eftir hvern er hann, hvenær var vasinn hannaður, á hvaða tímabili var hann í framleiðslu og hvernig voru merkingar fyrirtækisins.