28.3.10

Manhattan

Hér má sjá ægilega fínt vasasafn, en sætu húsráðendurnir heita Bob Weinstein og Eric Hensley ... og meira um þá í Dwell.

Áhugavert klósettrúlluveggskraut

þetta er nú aldeilis sniðugt - veggskraut úr gömlum klósettpappírsrúllum - meira hér.

25.3.10

Barnaherbergi

Nokkur áhugaverð barnaherbergi af síðu Emmu Fexeus.

23.3.10

DIY páskaskraut

Fyrir páskana í fyrra tók ég mig til og klippti út, úr hvítum stífum pappír, heil ósköp af eggjum sem ég þræddi svo upp á silkiband og hengdi upp í stofunni. Þetta var, eins og sjá má, einstaklega auðvelt og fljótlegt og bara nokkuð sætt ...

18.3.10

11.3.10

Hrísla undir páskaeggin

Þessi birkihrísla væri nú fín undir öll páskaeggin. Fer ekki að verða kominn tími á að grisja? Mynd Lerkenfeldt Photography. Áður hér.

10.3.10

Til sölu Eames DSR-stólar

Þessir stólar eru til sölu hér. Ég rakst á þetta áðan og datt í hug að einhver hefði áhuga ...

9.3.10

Teema

Teema-matarstellið frá Iittala er hönnun Kaj Franck frá árinu 1952. Í dag var ég að nota stellið í myndatöku og heillaðist algjörlega af þessum fallega ljósbláa lit. Mér finnst nefnilega, ólíkt sumum matreiðslumönnum sem ég þekki, turkisblár borðbúnaður einstaklega fallegur ;)

Barnablað Gestgjafans

Veitingar og skreytingar í barnaafmælin.
Ljósmyndari Karl Petersson, stílisti óje.

5.3.10

Páskasnagar

Og talandi um kringlótta snaga, þá á ég ennþá til nokkra gula (65 mm í þvermál), föndraða af frúnni, en þeir kosta 2500 kr. stykkið. Það er alveg tilvalið að skella þeim upp fyrir páskana :)

Kringlóttir snagar

eru í miklu uppáhaldi hjá mér, en þeir finnast í ýmsum stærðum og gerðum. Hér höfum við nokkrar týpur: Patère Manto, hönnun Design by O 2003, The Dots, hönnun Tveit & Tornøe 2007, Ohook, hönnun Anne Heinsvig & Christian Uldall 2008 og Eclipse, hönnun Nadia Tatomir 2009.

2.3.10

I lay my hat ...

Skemmtilegar myndir af heimili Emmu Persson Lagerberg í Malmö (af bloggsíðu hennar I lay my hat and wish to stay).