22.6.09

Gemma Ahern

Heimili Gemmu Ahern (systur Abigail Ahern) er rétt fyrir utan London en hún starfar við hlið systur sinnar í fyrirtækinu Atelier Abigail Ahern. Myndir: Design*Sponge.

10.6.09

Paris - made by hand

Ekki verður farið til Parísar þetta árið ... en það er gaman að láta sig dreyma. Bókin er eftir ljósmyndarann og stílistann Pia Jane Bijkerk sem lýsir bókinni á þessa leið: “This is a book for lovers of all things handmade, the chic and unique, and of course Paris. In this book I take you off the tourist streets of this incredible city in search of Parisian artisans whose work is truly inspirational, and secreted studio boutiques filled with exquisite Parisian handmade treasures. I’ve been collecting these special addresses in my stylist’s little black book over the past couple of years and now with great delight, share them all with you in Paris: Made by Hand. Expect to see this fine city in a whole new light…” Á síðunni Design*Sponge má einnig lesa viðtal við Piu Jane Bijkerk.

Bubble lamps

George Nelson hannaði þessi fallegu loftljós fyrir Howard Miller árið 1947.

8.6.09

Sasa Antic

Jæja, nú kemur innlit frá Svíþjóð. Myndirnar fann ég á síðunni emmas designblogg en þær voru teknar fyrir sænska tímaritið Residence - stílisti var Sasa Antic.

3.6.09

Góss úr skápunum

Ég fór í gegnum nokkra skápa í kvöld og ég held svei mér þá að ég selji þetta bara allt saman á laugardaginn ... fyrstur kemur fyrstur fær ;)

Flóamarkaður ársins á laugardaginn !!!

Jæja, þá er komið að næsta Flóamarkaði hér í Vesturbæ. Hann verður semsagt haldinn á laugardaginn frá kl.12-17 fyrir utan KR-heimilið. Allir eru velkomnir að koma og selja það sem þeim dettur í hug ... Í fyrra var rosalega skemmtilegt og mörg þúsund manns mættu á svæðið! Sjáumst á laugardaginn, spáð góðu veðri :) Nánari upplýsingar á Facebook.

1.6.09

Rouen France

Á vefnum Design*Sponge, sem ég hef áður minnst á, fann ég þetta innlit til Barböru Berrada, ljósmyndara og listakonu í France.