29.3.09

Norm 69

Norm 69 ljósin frá Normann Copenhagen er alltaf svolítið skemmtileg, þó það taki á taugarnar að koma þeim saman. Flott svona tvö saman.

28.3.09

Draumaeldhúsið 2007 ?

Þessa mynd tók belgíski ljósmyndarinn Filip Dujardin. Ótrúlega flott .... þó ég gæti ekki búið þarna.

Steypt borðplata

Ég hef alltaf verið hrifin af svona steyptum borðplötum og bara hrárri steypu almennt (innlit úr Bolig magasinet).

Pantone-könnur

Og talandi um fallegan ljósbláan lit - þá stóðst ég ekki mátið og keypti mér svona könnu í dag í Mikli á Laugavegi ;)

26.3.09

Og meira ljósblátt

The Royal Cafe Kaupmannahöfn

Ég hef nokkrum sinnum séð myndir frá þessu kaffihúsi en ekki náð að heimsækja það - virkar svolítið spennandi. Er sérstaklega hrifin af þessum ljósbláa lit á borðfótunum.

24.3.09

Fleiri páskaegg

Ég er ekki mikið fyrir þæfða ull en þessi páskaegg eru voða sæt. Svo fylgir uppskrift líka með.

23.3.09

Kanteleen kutsu

Sanna Annukka hannaði þetta nýja efni fyrir Marimekko. Það heitir Kanteleen kutsu og er bara heilt ævintýri.

Kolla, hér kemur kannan

Þessa appelsínugulu Lotus-kaffikönnu fann ég í Góða hirðinum um daginn. Hún var ansi óhrein en eftir gott bað varð hún svona líka fín. Þessar könnur eru norskar, framleiddar af Cathrineholm og hönnuður er Grete Prytz Kittelsen.

Í Brussel

er þessi fína íbúð. Athyglisverðir fataskápar ... (ljósmyndari Frederik Vercruysse).

22.3.09

Konungborin postulínsegg

Þetta krútt fann ég í netversluninni Honey I´m Home.

20.3.09

Íbúð í Amsterdam

Svona býr hún Anne Draijer sem er stílisti í Amsterdam.

Skógeymsla

Þetta er frábær lausn á stóra skóvandamálinu ...

18.3.09

Fálki

Fálki eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal hefur verið á óskalistanum í nokkur ár. Verð á slíkum grip hefur nú lækkað svo um munar og ef heldur áfram sem horfir gæti óskin hugsanlega orðið að veruleika. Í desember 2006 seldist hann á 410.000 kr. á uppboði hjá Gallerí Fold (sem var víst Íslandsmet) en aftur á móti í desember s.l. fór hann á 90.000 kr. Kannski þetta verði bara jólagjöfin í ár ... ég býð 25.000 ! (Myndirnar eru af Fálkum sem boðnir hafa verið upp hjá Gallerí Fold á undanförnum árum.)

16.3.09

Ruggusjöa

Nú getur maður skellt Sjöunni sinni á þessar ruggufætur og búið til ruggustól. Dálítið skrýtið en kannski bara stórsniðugt. Meira hér.

15.3.09

Fyrir unglinginn

Þetta veggfóður væri ansi skemmtilegt í strákaherbergi. Hönnuðurinn heitir Aimée Wilder.

14.3.09

Tími kominn á páskaföndrið

Kerstin sem er hönnuður frá Hannover gerir þessi krúttlegu egg (sem ég fann á síðu decor8).

13.3.09

Petra Bindel ljósmyndari

tók þessar skemmtilegu myndir (meira hér). Ég finn fyrir andlegum skyldleika við þetta fólk sem býr hér á efstu myndinni.