14.2.08

Louise Campbell - FIDUCIA

Fiducia er sería af vösum og kertastjökum sem Louise Campbell hannaði á síðasta ári fyrir Kähler, www.kahlerdesign.com. Þessi gripur er á óskalistanum og verst að ég á ekki afmæli fyrr en eftir páska, því hann er svo ótrúlega sætur og páskalegur!

13.2.08

Cilla Ramnek - sænsk listakona

Cilla Ramnek er áhugaverð listakona/hönnuður sem sá m.a. fegurðina í plastperlum. Næst þegar þið perlið með börnunum er því ráð að gefa sig almennilega í verkið - vanda sig og gera eitthvað ódauðlegt! (IKEA-púðinn hér fyrir neðan er einnig hennar hönnun).

Shwe-shwe poppis family

Þessar dásamlegu dúkkur fann ég í Designtorget, Stokkhólmi, en þær eru gerðar eftir teikningum barna á munaðarleysingjahæli í Soweto í Suður Afríku. Leggið þessu góða málefni lið og kaupið dúkku á síðunni: www.isandi.no. Allar eru þær handgerðar og engin eins - alveg dýrlegar!